1881 logo

Hvað er 1881?

1881 er velgjörðarfélag sem vill stuðla að auknu jafnrétti og jöfnum tækifærum fólks, óháð fjárhag og félagslegum bakgrunni. Við söfnum fé og styðjum verkefni sem ríma við stefnu 1881, þar sem draumurinn um jöfn tækifæri barna og fjölbreytni í samfélaginu er í aðalhlutverki. Félagið er óhagnaðardrifið og öllum ágóða af fjáröflunarverkefnum er úthlutað til einstaklinga eða hópa, í samræmi við stefnu og markmið 1881.

Nafn félagsins vísar til byggingarárs Alþingishússins við Austurvöll, þar sem leikreglur samfélagsins eru mótaðar. Með nafngiftinni viljum við minna á mikilvægi lýðræðisins, stuðla að jákvæðum viðhorfum í garð Alþingis og veita því jákvætt aðhald og hvatningu. Í okkar huga er samhverfan í byggingarári þinghússins táknræn, þar sem tveir síðari stafirnir spegla þá fyrri og skapa táknrænt jafnvægi. Með stofnun 1881 viljum við leggja okkar lóð á vogarskálar, við þróun samfélags fyrir alla.

Að félaginu stendur breiður hópur bakhjarla, fyrirtækja og einstaklinga, sem leggja félaginu til fjármagn, þjónustu og sérþekkingu. 1881 er vettvangur fyrir fólk sem vill gefa af sér.

Hvað stendur til?

1881 mun safna fé í þrjá ólíka sjóða og veita úr þeim til áhugaverðra verkefna.

Fjársjóður barna

styrkir verkefni sem stuðla að aukinni velsæld, jafnrétti og hamingju barna. 

Fjölbreytnisjóður

styður við verkefni sem stuðla að fjölbreytileika í samfélaginu, jöfnuði og félagslegri aðlögun jaðarsettra hópa.

Brum nýsköpunarsjóður

fjárfestir í völdum verkefnum og viðskiptahugmyndum sem stuðla að velferð, menntun og fjölbreytni í samfélaginu. 

Fyrsta söfnun 1881 hefst í júní 2021 undir heitinu Gefðu fimmu. Allur ágóði rennur í Fjarsjóð barna, sem mun á þessu ári m.a. styrkja Rjóðrið, hvíldarheimili fyrir langveik börn.

1881 mun standa fyrir fleiri viðburðum og uppákomum á árinu. Skráðu þig á póstlistann okkar hér fyrir neðan og fáðu fréttir af verkefnunum okkar.

  Hver er sagan?

  „Leiðir okkar fjórmenninganna lágu saman á Vinnustofu Kjarvals vorið 2020, þegar heimsfaraldur vegna kórónuveiru hafði nánast lamað samfélagið. Gegnt okkur við Austurvöll blöstu við Dómkirkjan og Alþingishúsið og upp spratt umræða um hlutverk þingsins, réttindabaráttu okkar sem þjóðar og hvort við gætum sinnt betur okkar samfélagslegu skyldum. Úr varð stofnun velgjörðafélags, sem hefur það hlutverk að styðja og hvetja til góðra verka, jafnari tækifæra og velferð jaðarsettra hópa. Við trúum staðfastlega á styrk heildarinnar og að samfélög séu sterkari þegar hæfileikar allra eru nýttir.“

  Stjórn og framkvæmdastjóri

  member photo

  Hálfdán Steinþórsson

  Vinnustofa Kjarval

  member photo

  Helga Ólafsdóttir

  Framkvæmdastjóri 1881

  member photo

  Jón Gunnar Geirdal

  Hugmyndasmiður

  member photo

  Svanhildur Nanna

  Fjárfestir